#KLUBBURINNGEYSIR

Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.

Brú til betra lífs

Virðing - Víðsýni - Vinátta

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.

Þetta gerum við með því að:

  • Vera öruggur samastaður
  • Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
  • Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
  • Veita stuðning í námi og atvinnuleit
  • Bjóða tímabundin atvinnutækifæri

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.

Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir

  • Fréttir og félagsleg dagskrá
  • Félagsleg dagskrá
  • Fréttir
  • Uncategorized
Uncategorized

Ferð í Húsafell

Ferð í Borgarfjörð 5. apríl 2025 Laugardaginn 5. apríl verður farið í dagsferð í Borgarfjörð með Húsafell sem endastöð.
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Ásmundarsafn

Við ætlum á Ásmundarsafn á fimmtudaginn 3. apríl klukkan 15:00 með leiðsögn.
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Afmæliskaffi félaga

Afmæliskaffi félaga verður á morgun, þriðjudaginn 25. mars kl. 14:00.
Lesa meira
Fréttir

Vottunarfundur

Vottunarfundur vegna alþjóðlegrar vottunar á Klúbbnum Geysi í dag kl. 14:00. Allir félagar beðnir um að mæta fundinn ef þeir geta.
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Grandi Mathöll

Við ætlum út að borða á Grandi Mathöll fimmtudaginn 13. Mars.
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Veðrun

Ljósmyndasýningin Veðrun var sýnd í Hafnarhúsinu núna á dögunum.
Lesa meira

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Rétt í þessu kom hópur af krökkum að syngja fyrir okkur á öskudaginn 5. mars 2025. ... Sjá fleiriSjá færri

Rétt í þessu kom hópur af krökkum að syngja fyrir okkur á öskudaginn 5. mars 2025.Image attachment

Afmæliskaffi félaga er á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Félagar sem eiga afmæli í febrúar fá frítt kaffi og með því! 🙌 ... Sjá fleiriSjá færri

Afmæliskaffi félaga er á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar kl. 14:00. Félagar sem eiga afmæli í febrúar fá frítt kaffi og með því! 🙌
Sjá fleiri

Geysir er vottað klúbbhús

Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

Scroll to Top