
Með þér út í lífið
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.
Brú til betra lífs
Virðing - Víðsýni - Vinátta
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.
Þetta gerum við með því að:
- Vera öruggur samastaður
- Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
- Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
- Veita stuðning í námi og atvinnuleit
- Bjóða tímabundin atvinnutækifæri
Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.
Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir
- Fréttir og félagsleg dagskrá
- Félagsleg dagskrá
- Fréttir
- Uncategorized
Lokað mánudaginn 4. ágúst
Polina and Felix introduction
Hlaðvarp Geysir
Duolingo spjall
Opnun Hörpu Jónsdóttur
Hugflugsfundur félaga um eflingu Klúbbsins Geysis,
Fimmtudaginn 7 ágúst 2025
kl. 14
... Sjá fleiriSjá færri
- likes 0
- Shares: 0
- Comments: 1
1 CommentsComment on Facebook
Polina and Felix introduction 28.07.25 ... Sjá fleiriSjá færri
0 CommentsComment on Facebook
soundcloud.com/hladvarp-geysis/nailed-it-24-07-25 ... Sjá fleiriSjá færri
0 CommentsComment on Facebook
Kæru vinir og vandamenn. Hvet alla að mæta í bæinn og hvetja mig Helga Dag Halldórsson til dáða í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, og Lækjargata. ... Sjá fleiriSjá færri

0 CommentsComment on Facebook

Geysir er vottað klúbbhús
Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International
Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.
