Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.

Brú til betra lífs

Virðing - Víðsýni - Vinátta

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.

Þetta gerum við með því að:

  • Vera öruggur samastaður
  • Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
  • Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
  • Veita stuðning í námi og atvinnuleit
  • Bjóða tímabundin atvinnutækifæri

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.

Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir

  • Fréttir og félagsleg dagskrá
  • Félagsleg dagskrá
  • Fréttir
  • Uncategorized
Uncategorized

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.
Lesa meira
Uncategorized

Afmæliskaffi félaga í júní

Afmæliskaffi félaga verður haldið á morgun, þriðjudaginn 24. júní kl. 14:00
Lesa meira
Uncategorized

Nýr sjálfboðaliði

Okkur hefur borist liðsauki í formi nýs sjálfboðaliða frá AUS.
Lesa meira
Uncategorized

Geysisdeginum fagnað

Það var líf og fjör á hinum árlega Geysisdegi.
Lesa meira
Uncategorized

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.
Lesa meira
Félagsleg dagskráFréttir

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.
Lesa meira

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
1 week ago

... Sjá fleiriSjá færri

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn. Í gegnum árin hefur komist fastur bragur á dagskrána og hefur gefist ágætlega. Hefðbundin atriði sem alltaf heilla eru: Örþonið, sem Halla forseti mun ræsa í ár, einnig mun Páll Óskar skella í nokkra smelli af sinni alkunnu snilld. Að venju verður grillað auk þess sem kaffiveitingar verða seldar til styrktar klúbbnum. Flóamarkaður og verðlaunaafhending fyrir þátttöku í Örþoninu. Einnig er mögulegt að Geysisbandið taki nokkur lög til að hita upp fyrir daginn. Og síðast en ekki síst verður dagurinn sólríkur eins og undanfarin ár. Við hvetjum alla til að taka daginn frá og mæta. Dagskráin hefst kl. 11.00 og líkur kl. 15.00. Örþonið verður ræst kl.13.00. ... Sjá fleiriSjá færri

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn. Í gegnum árin hefur komist fastur bragur á dagskrána og hefur gefist ágætlega. Hefðbundin atriði sem alltaf heilla eru: Örþonið, sem Halla forseti mun ræsa í ár, einnig mun Páll Óskar skella í nokkra smelli af sinni alkunnu snilld. Að venju verður grillað auk þess sem kaffiveitingar verða seldar til styrktar klúbbnum. Flóamarkaður og verðlaunaafhending fyrir þátttöku í Örþoninu. Einnig er mögulegt að Geysisbandið taki nokkur lög til að hita upp fyrir daginn. Og síðast en ekki síst verður dagurinn sólríkur eins og undanfarin ár. Við hvetjum alla til að taka daginn frá og mæta. Dagskráin hefst kl. 11.00 og líkur kl. 15.00. Örþonið verður ræst kl.13.00.
Sjá fleiri

Geysir er vottað klúbbhús

Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

Scroll to Top