Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.

Brú til betra lífs

Virðing - Víðsýni - Vinátta

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.

Þetta gerum við með því að:

  • Vera öruggur samastaður
  • Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
  • Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
  • Veita stuðning í námi og atvinnuleit
  • Bjóða tímabundin atvinnutækifæri

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.

Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir

  • Fréttir og félagsleg dagskrá
  • Félagsleg dagskrá
  • Fréttir
  • Uncategorized
Uncategorized

Lokað mánudaginn 4. ágúst

Lokað mánudaginn 4. ágúst. Frídagur Verslunarmanna.
Lesa meira
Félagsleg dagskráFréttir

Polina and Felix introduction

Felix is a French tourist in Iceland for the first time and friends with Polina.
Lesa meira
Uncategorized

Hlaðvarp Geysir

Hlaðvarpið er komið aftur í gang eftir langt frí!
Lesa meira
Uncategorized

Nailed It

Polina og Krissa ræða um neglur!
Lesa meira
Uncategorized

Duolingo spjall

Aníta og Polina spjalla saman um tungumála appið Duolingo
Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Opnun Hörpu Jónsdóttur

Síðasta fimmtudag fórum við klúbburinn á listasýningu hennar Hörpu Jónsdóttur listakonu á Ingólfsstræti 6 á gallerí Á Milli. Sýningunni líkur á miðvikudaginn og við hvetjum ...
Lesa meira

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Hugflugsfundur félaga um eflingu Klúbbsins Geysis,
Fimmtudaginn 7 ágúst 2025
kl. 14
... Sjá fleiriSjá færri

Polina and Felix introduction 28.07.25 ... Sjá fleiriSjá færri

0 CommentsComment on Facebook

soundcloud.com/hladvarp-geysis/nailed-it-24-07-25 ... Sjá fleiriSjá færri

0 CommentsComment on Facebook

Kæru vinir og vandamenn. Hvet alla að mæta í bæinn og hvetja mig Helga Dag Halldórsson til dáða í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, og Lækjargata. ... Sjá fleiriSjá færri

Kæru vinir og vandamenn. Hvet alla að mæta í bæinn og hvetja mig Helga Dag Halldórsson til dáða í 10 km hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga: Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Mýrargata, Tryggvagata, og Lækjargata.
Sjá fleiri

Geysir er vottað klúbbhús

Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

Scroll to Top