Með þér út í lífið
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.
Brú til betra lífs
Virðing - Víðsýni - Vinátta
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.
Þetta gerum við með því að:
- Vera öruggur samastaður
- Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
- Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
- Veita stuðning í námi og atvinnuleit
- Bjóða tímabundin atvinnutækifæri
Samvinna – Samræður – Samhljómur
Geðheilsa er líka heilsa
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.
Við tökum vel á móti þér
Félagsleg dagskrá og fréttir
- Fréttir og félagsleg dagskrá
- Félagsleg dagskrá
- Fréttir
- Uncategorized
Hrekkjavökupartí 2025
Kvennaverkfall 2025
IKEA ferð
Mannlegi Þátturinn
Alþjóðlegi Geðheilbrigðisdagurinn 2025
klubburinngeysir.is/2025/uncategorized/hrekkjavokuparti-2025/ ... Sjá fleiriSjá færri

Hrekkjavökupartí 2025 - Klúbburinn Geysir
klubburinngeysir.is
Við verðum með Hrekkjavökupartí á föstudaginn 31. október frá kl. 18:00 – 20:00.- likes 0
- Shares: 0
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
klubburinngeysir.is/2025/uncategorized/ikea-ferd-2/ ... Sjá fleiriSjá færri

klubburinngeysir.is
Paula vill fara með okkur í IKEA á fimmtudaginn næstkomandi og skoða sig um. Við leggjum af stað frá Geysi kl. 16:00.2 CommentsComment on Facebook
soundcloud.com/hladvarp-geysis/polinas-world-leirameira ... Sjá fleiriSjá færri
0 CommentsComment on Facebook
Geysir er vottað klúbbhús
Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International
Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.





