#KLUBBURINNGEYSIR

Með þér út í lífið

Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.

Brú til betra lífs

Virðing - Víðsýni - Vinátta

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.

Þetta gerum við með því að:

  • Vera öruggur samastaður
  • Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
  • Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
  • Veita stuðning í námi og atvinnuleit
  • Bjóða tímabundin atvinnutækifæri

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Geðheilsa er líka heilsa

Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.

Við tökum vel á móti þér

Félagsleg dagskrá og fréttir

  • Fréttir og félagsleg dagskrá
  • Félagsleg dagskrá
  • Fréttir
Félagsleg dagskrá

Norður og niður í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 1. desember 2022

Á Fimmtudaginn n.k ætlum við að skoða sýnunguna Norður og Niður í Hafnarhúsinu. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 14.45

Lesa meira
Fréttir

Afmælisveisla fyrir nóvemberfélaga

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 14:00 höldum við upp á afmæli félaga.

Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Töframáttur Tónlistar

Tónleikaröðin Töframáttur tónlistar fer af stað aftur þann 28. nóvember.

Lesa meira
Fréttir

Jólabakstur 22.nóvember 2022

Á morgun ætlum við að baka saman smákökur.  Baksturinn hefst eftir kl 10.00,byrjum á deiginu og eftir hádegi hefst baksturinn.  Höfum gaman saman og njótum …

Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Selfossferð 12.11.22

Laugardaginn n.k ætlum við að skella okkur á Selfoss,skoða Nýja Bæinn ,kíkja á kaffihús o.fl.

Lesa meira
Félagsleg dagskrá

Minigarðurinn 10.nóvember 2022

Á fimmtudaginn ætlum við að skella okkur í Minigarðinn. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 15.30 Lágmark 5 manns!

Lesa meira

Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons
6 days ago
Klúbburinn Geysir

Töframáttur tónlistar fór fram í dag og það var enginn annar en gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem spilaði af einstakri snilld fyrir tónleikagesti. ... Sjá fleiriSjá færri

Töframáttur tónlistar fór fram í dag og það var enginn annar en gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem spilaði af einstakri snilld fyrir tónleikagesti.Image attachmentImage attachment
1 week ago
Klúbburinn Geysir

Tónleikaröðin Töframáttur tónlistar fer af stað aftur þann 28. nóvember.

Gítarleikarinn Björn Thors mun leika á tónleikunum sem verða haldnir þann 28. nóvember klukkan 14.00.
Athugið að þessir tónleikar verða ekki að Kjarvalsstöðum eins og vant er heldur í Hafnarhúsi – Listasafni Reykjavíkur að Tryggvagötu 17.
Tónleikarnir eru allir ókeypis og eru haldnir á mánudögum kl. 14:00 í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 17 Reykjavík.
Tilkynna þarf um fjölda frá hverjum stað daginn áður og því nauðsynlegt að skrá sig tímanlega.
... Sjá fleiriSjá færri

Tónleikaröðin Töframáttur tónlistar fer af stað aftur þann 28. nóvember.

Gítarleikarinn Björn Thors mun leika á tónleikunum sem verða haldnir þann 28. nóvember klukkan 14.00.
Athugið að þessir tónleikar verða ekki að Kjarvalsstöðum eins og vant er heldur í Hafnarhúsi – Listasafni Reykjavíkur að Tryggvagötu 17.  
Tónleikarnir eru allir ókeypis og eru haldnir á mánudögum kl. 14:00 í Fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 17 Reykjavík.
Tilkynna þarf um fjölda frá hverjum stað daginn áður og því nauðsynlegt að skrá sig tímanlega.
1 week ago
Klúbburinn Geysir

Hið árlega jólaföndur. ... Sjá fleiriSjá færri

Hið árlega jólaföndur.Image attachmentImage attachment
1 week ago
Klúbburinn Geysir

Í dag höfðum við jólaföndur í Klúbbnum Geysi. Á jólum og í aðdraganda þeirra ríkir einstök samkennd meðal íslensku þjóðarinnar. Við erum minnt á að við séum í raun ein stór fjölskylda. Samkennd og velvild í garð náungans er jafnan meiri en á öðrum tímum ársins og flestir vilja sýna það í verki, hvort sem þeir gera það með því passa sig á að sýna tillitssemi í umferðinni eða brosa og óska gleðilegra jóla. ... Sjá fleiriSjá færri

Í dag höfðum við jólaföndur í Klúbbnum Geysi. Á jólum og í aðdraganda þeirra ríkir einstök samkennd meðal íslensku þjóðarinnar. Við erum minnt á að við séum í raun ein stór fjölskylda. Samkennd og velvild í garð náungans er jafnan meiri en á öðrum tímum ársins og flestir vilja sýna það í verki, hvort sem þeir gera það með því passa sig á að sýna tillitssemi í umferðinni eða brosa og óska gleðilegra jóla.Image attachmentImage attachment+7Image attachment
Sjá fleiri

Geysir er vottað klúbbhús

Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International

Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.

Scroll to Top