Klúbburinn Geysir

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Vinnumiðaður dagur

Félagar og starfsfólk klúbbsins ber sameiginlega ábyrgð á rekstrinum.

Klúbburinn byggir starfsemi sína á skipulögðum vinnudegi. Öll starfsemin er eingöngu í þágu klúbbsins og félaga hans. Félagar og starfsfólk skipta með sér verkum og ákveða í sameiningu hvaða störf þarf að inna af hendi.

Störf innan hússins eru unninn í eftirfarandi deildum: Eldhús- og viðhaldsdeild, skrifstofu og atvinnu-og menntadeild. Öll vinna félaga innan klúbbsins er unnin í sjálfboðavinnu.

Deildarfundir
Deildarfundir eru haldnir í hverri deild tvisvar á dag, kl. 09.15 og 13.15. Á deildarfundum er farið yfir stöðu verkefna og félagar velja sér störf sem liggja fyrir og þeir hafa áhuga á að inna af hendi.

Störf innan hússins

Scroll to Top