#KLUBBURINNGEYSIR
Með þér út í lífið
Klúbburinn Geysir starfar eftir hugmyndafræði Clubhouse International og er tilgangur hans að virkja félaga Klúbbsins til þátttöku í samfélaginu. Það er gert með því að halda uppi vinnumiðuðum degi með félögum, þar sem eru í boði fjölbreytt verkefni, sem öll miðast að rekstri klúbbsins.
Brú til betra lífs
Virðing - Víðsýni - Vinátta
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðræn veikindi að stríða, til að vinna uppbyggilegt starf á jafningjagrundvelli með það að markmiði að auka samfélagslega þátttöku og efla lífsgæði.
Þetta gerum við með því að:
- Vera öruggur samastaður
- Hafa fjölbreytt verkefni á vinnumiðuðum degi
- Efla sjálfstraust með því að taka tillit til styrkleika, áhuga og getu hvers og eins hverju sinni
- Veita stuðning í námi og atvinnuleit
- Bjóða tímabundin atvinnutækifæri
Samvinna – Samræður – Samhljómur
Geðheilsa er líka heilsa
Við bjóðum velkomna þá sem eiga eða hafa átt við geðrænar áskoranir að stríða. Hafðu endilega samband við okkur og komdu í kynningu.
Við tökum vel á móti þér
Félagsleg dagskrá og fréttir
- Fréttir og félagsleg dagskrá
- Félagsleg dagskrá
- Fréttir
- Uncategorized
25 ára afmælispartí Klúbbsins Geysis
Sjóminjasafnið 5.september
25 ára afmæli Klúbbsins Geysis
Klúbburinn Geysir 25 ára
Afmæli Félaga
Nýjasta tölublað Litla Hvers er komið út!
... Sjá fleiriSjá færri
Litli Hver - Klúbburinn Geysir
Klúbburinn Geysir Samvinna – Samræður – Samhljómur Útgáfa Litli Hver Litli Hver er lítið fréttabréf sem kemur út einu sinni í mánuði. Í honum er að finna nytsamar uppýsingar um st...- likes 2
- Shares: 1
- Comments: 0
0 CommentsComment on Facebook
Það var mikið húllumhæ í 25 ára afmæli afmælisveislu Klúbburinn Geysir í dag 30. ágúst 2024. ... Sjá fleiriSjá færri
2 CommentsComment on Facebook
Could i share your vidious to our Clubhouse?
Svipmyndir frá 25 ára afmælisveislu Klúbburinn Geysir sem var haldin var hátíðlegur í dag 30. ágúst 2024. ... Sjá fleiriSjá færri
2 CommentsComment on Facebook
Kæru vinir!! Innilega til hamingju með afmælisdaginn. Missti því miður af fjörinu, var að koma erlendis frá í gær. Óska ykkur alls hins besta og vonast til að sjá ykkur sem fyrst❤️❤️
Geysir er vottað klúbbhús
Klúbburinn Geysir er vottað klúbbhús af Clubhouse International
Klúbbhúsahreyfingin hófst í New York árið 1948 er lítill hópur sjúklinga sem útskrifaðir voru frá stórum ríkisspítala, ákvað að hittast reglulega og reyna að vinna bug á einangrun og einmanaleika sem hrjáir marga geðsjúklinga. Þegar fjöldi þeirra jókst varð sífellt erfiðara að hittast á kaffihúsum eða bókasöfnum, svo þeir tryggðu sér fjármagn fyrir húsnæði og einum starfsmanni árið 1948. Í bakgarðinum var gosbrunnur og því var klúbburinn skírður Fountain House. Velgengni klúbbsins vakti mikla athygli og fór hann að verða fyrirmynd annarra samtaka innan Bandaríkjanna.