Klúbburinn Geysir

Samvinna – Samræður – Samhljómur

Batastjarnan

Batastjarnan (Recovery star) er verkfæri til að styðja við mæla og meta breytingar sem tengist samfélagsþátttöku fólks sem stríðir við geðrænar áskoranir.

Batastjarnan er einnig lykilverkfæri því með henni er hægt að kortleggja leiðina til bata og mæla framfarir samkvæmt áætlun sem sett er fram skriflega í samvinnu starfsmanns og félaga. Að liðnum tveimur til þremur mánuðum er aftur sest niður með viðkomandi og árangur metinn, hvort boginn hafi verið reistur of hátt eða tímalína of stutt eða og löng. Ferlið er síðan endurmetið eftir því sem þurfa þykir og í samræmi við hvernig til hefur tekist

Batastjarnan rýnir fyrst og fremst í tíu grundvallarsvið sem hafa reynst mikilvægust á bataferlinu:

  • Geðheilsustýring
  • Náin sambönd
  • Sjálfsumhirðu
  • Fíknihegðun
  • Lífsfærni
  • Ábyrgð og skyldur
  • Tengslanet
  • Sjálfsmynd og sjálfsálit
  • Atvinna
  • Traust og von.

Batastjarnan mælir tengsl notandans við hvert þessara sviða, þær hindranir/styrkleika sem hann upplifir á hverju sviði fyrir sig og hvert viðhorf hans er og til að takast á við þær áskoranir.

Kvennaverkfall 2023

Þann 24. október síðastliðinn lögðu konur og kvár niður störf í heilan dag. Að Kvennaverkfallinu stóðu fjölmörg félög kvenna, hinsegin fólks og launafólks. Er þar var

Lesa meira »

Félagsleg dagskrá, fimmtudaginn 14. mars
Vífilstaðaganga!
Leggjum af stað frá Geysi klukkan 15.45.

Lesa meira »

Gróttuganga 23.maí

Félagsleg dagskrá, fimmtudaginn 23 maí.
Gróttuganga.
Leggjum af stað frá Geysi klukkan 16.00, sameinumst í bíla og stefnan verður tekin á Gróttu.

Lesa meira »
Scroll to Top