Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

Útgáfuteiti í Eymundsson/Austurstræti

Vísindasagnfræðingurinn og rithöfundurinn Steindór J Erlingsson verður með útgáfuteiti á nýjustu bók sinni í Eymundsson/Austurstræti í dag klukkan 17:00. Áætlað er að hittast um klukkan 17:00 og fagna

Jólakötturinn 2025

Kveikt verður á jólakettinum 15. nóvember næstkomandi á milli 17:00 og 17:30 á Lækjartorgi og má segja að það marki upphaf jólastemningar í borginni.

IKEA ferð

Paula vill fara með okkur í IKEA á fimmtudaginn næstkomandi og skoða sig um. Við leggjum af stað frá Geysi kl. 16:00.

Scroll to Top