Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Scroll to Top