Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

Ferðafundur

Ferðafundur Ferðafélags Klúbbsins Geysis verður haldinn í dag klukkan 14:00. Allir ferðafélagar og starfsmenn að mæta á fundinn. Mikilvægar upplýsingar varðandi ferðina!

Afmæliskaffi félaga

 Afmæliskaffi félaga verður haldið þriðjudaginn 30. júlí klukkan 14:00. Allir sem eiga afmæli í júlí fá frítt kaffi og kökur!

Ársskýrsla 2024

Hægt er að lesa Ársskýrslu Klúbbsins Geysis vegna ársins 2023 hér: ÁRSSKÝRSLA 2024

Húsfundarstiklur 22.07.24

Benni og Siggi B ræða saman um daginn og veginn og lesa upp dagskrá og matseðil komandi viku. Húsfundarstiklur 22.07.24

Afmælisfundur 23. júlí

Það verður haldinn afmælisfundur vegna 25 ára afmælis Klúbbsins Geysis næstkomandi þriðjudag, 23. júlí klukkan 14:00. Planið var að halda upp á afmælisdaginn þann 30.

Gay-sir á Gay Pride þann 6. ágúst

Scroll to Top