Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

Vottunarfundur

Vottunarfundur vegna alþjóðlegrar vottunar á Klúbbnum Geysi í dag kl. 14:00. Allir félagar beðnir um að mæta fundinn ef þeir geta.

Grandi Mathöll

Við ætlum út að borða á Grandi Mathöll fimmtudaginn 13. Mars.

Veðrun

Ljósmyndasýningin Veðrun var sýnd í Hafnarhúsinu núna á dögunum.

Frönskunámskeið 2

Giulia verður með næsta frönskutíma á þriðjudaginn 4. mars klukkan 14:00 í matsalnum annarri hæð.

Ljósmyndasýning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Næstkomandi fimmtudag ætlum við á ljósmyndasýningu í Grófarhúsinu Tryggvargötu 6. hæð með leiðsögn. Mætum klukkan 15:00 á sýninguna.

Opið hús 27.feb

Fimmtudaginn 27.feb verður opið hús.  Endilega mætið á húsfund á morgun og komið með hugmyndir hvað við gætum gert.  Skráningarblað á 2. hæð 

Scroll to Top