Norður og niður í Hafnarhúsinu fimmtudaginn 1. desember 2022

Иorður og niður er myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. Sýningin ferðast á milli samstarfsaðila frá febrúar 2022 til október 2023. Henni fylgir vegleg sýningarskrá og fræðsludagskrá. Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs.

Nýjustu færslurnar

Nýtt Taflborð

Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag.

FÉLAGSLEGT FIMMTUDAG 11. APRÍL

Á morgun fimmtudag verður farið á sýninguna D-vítamín sem er aukaskammtur orku úr myndlistarlífi samtímans hér á landi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni

Húsfundarstiklur

Fyrsti þáttur er nefnist „Húsfundarstiklur“ er nú á dagskrá alla mánudaga í Hlaðvarpi Geysis.

Scroll to Top