Félagar fóru í göngu á Stífluhringnum svokallaða í Elliðaárdalnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Leið B varð fyrir valinu og var gengið frá Árbæjarlaug meðfram ánni og yfir brúna, svo meðfram ánni, yfir stífluna sjálfa og alla leið til baka. Veðrið var gott og gengið var rösklega í góða veðrinu og virt fyrir sér hina undurfallegu náttúru Elliðaárdalsins. Einn félagi gerði sér glaðan dag og tók með sér fjarstýrðan trukk til að keyra á göngunni og tók upp myndband í leiðinni fyrir Youtube rásina sína, Leirameira RC. Hér má sjá myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=t1ZaAsK8rpE.

Að göngunni lokinni hittust félagarnir í anddyri Árbæjarlaugar og hvíldu sig eftir um klukkutíma göngu.

Nýjustu færslurnar

Jóladagskrá 2024

Jóladagskrá 2024

Klúbburinn Geysir

Mánudagur 23. desember – Skötuveisla: Kl. 12:00 – 16:00 kostar 3.000 kr.

Þriðjudagur 24. desember – Aðfangadagur með Benna: Kl. 10:00 – 12:00

Fimmtudagur 26. desember – Jólakaffi í Geysi: Kl. 14:00 – 15:00

Þriðjudagur 31. desember – Áramótasúpa: Kl. 12:30 kostar 1.200 kr.

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Laufabrauðsgerð

Við ætlum að steikja laufabrauð á morgun 10. nóvember klukkan 13:30.
Allir velkomnir!

Kaffihús 12.12

Fimmtudaginn 12. desember ætlum við að kíkja á kaffihúsið East Gate í Hamraborg með Tótu okkar. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 16.00 Skráningarblað

Listasýning í desember

Leirlistamaðurinn LeiraMeira (Fannar Bergsson) er með sölusýningu á styttu fígúrum sem hann hefur búið til í gegnum árin.

Afmæliskaffi 26.11

Þriðjudaginn 26 nóv ætlum við að halda uppá afmæli fyrir þá sem áttu afmæli í nóvember.  Allsskonar kræsingar á boðstólnum. Frítt fyrir afmælisbörnin ,annars kostar

Stífluhringurinn

Scroll to Top