Stífluhringurinn

Félagar fóru í göngu á Stífluhringnum svokallaða í Elliðaárdalnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Leið B varð fyrir valinu og var gengið frá Árbæjarlaug meðfram ánni og yfir brúna, svo meðfram ánni, yfir stífluna sjálfa og alla leið til baka. Veðrið var gott og gengið var rösklega í góða veðrinu og virt fyrir sér hina undurfallegu náttúru Elliðaárdalsins. Einn félagi gerði sér glaðan dag og tók með sér fjarstýrðan trukk til að keyra á göngunni og tók upp myndband í leiðinni fyrir Youtube rásina sína, Leirameira RC. Hér má sjá myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=t1ZaAsK8rpE.

Að göngunni lokinni hittust félagarnir í anddyri Árbæjarlaugar og hvíldu sig eftir um klukkutíma göngu.

Nýjustu færslurnar

Ráðstefna í Stokkhólmi 2024

Kristinn og Ásta fóru á Ráðstefnu í Stokkhólmi 29. janúar til 1. febrúar á þessu ári. Hérna segja þau frá reynslu og upplifun sinni af þessari ferð til Svíþjóðar.

Ingrid Kuhlman

Ingrid Kuhlman kemur til okkar 29. apríl og heldur fyrirlestur um samskipti og meðvirkni.
Fyrirlesturinn hefst klukkan 14:00.

Húsfundarstiklur 2. þáttur

Þátturinn Húsfundarstiklur er nú á dagskrá alla mánudaga í Hlaðvarpi Geysis. Benni og Fannar lesa upp stiklur úr stl. tveimur húsfundum sem og matseðil næstu viku og félagslega dagskrá.

Lokað á sumardaginn fyrsta

Næstkomandi fimmtudag 25. apríl er sumardagurinn fyrsti og verður því lokað þann dag. Fögnum deginum og skellum okkur td. í skrúðgöngu, ísbíltúr eða það sem okkur dettur í hug á þessum góða og yndislega degi.

Scroll to Top