Félagar fóru í göngu á Stífluhringnum svokallaða í Elliðaárdalnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Leið B varð fyrir valinu og var gengið frá Árbæjarlaug meðfram ánni og yfir brúna, svo meðfram ánni, yfir stífluna sjálfa og alla leið til baka. Veðrið var gott og gengið var rösklega í góða veðrinu og virt fyrir sér hina undurfallegu náttúru Elliðaárdalsins. Einn félagi gerði sér glaðan dag og tók með sér fjarstýrðan trukk til að keyra á göngunni og tók upp myndband í leiðinni fyrir Youtube rásina sína, Leirameira RC. Hér má sjá myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=t1ZaAsK8rpE.

Að göngunni lokinni hittust félagarnir í anddyri Árbæjarlaugar og hvíldu sig eftir um klukkutíma göngu.

Nýjustu færslurnar

Húsfundarstiklur 21.10.24

Benni og Gísli kynna fyrir okkur félagslegt í vikunni, lesa upp matseðilinn og ræða við gesti í salnum!

Heiðmörk

Við viljum minna á gönguna í Heiðmörk á laugardaginn 19. október. Hittumst í Geysi klukkan 14:00. Hittingur á stóra bílastæðinu við brúna hjá Elliðavatni og

Kveðjuveisla Maríu

Sjálfboðaliðinn okkar hún María Bordakova ætlar að kveðja okkur á föstudaginn næstkomandi þar sem hennar starfstímabil er fullklárað hjá AUS.

Ganga í Heiðmörk

„Fögur er heiðin!“
Við ætlum að taka stutta gönguferð í Heiðmörk á laugardaginn 19. október.

Keila

Við ætlum í Egilshöll að spila keilu á fimmtudaginn 17. október. Staðurinn opnar klukkan 16:00 og við hittumst þar í móttökunni.

Stífluhringurinn

Scroll to Top