Félagar fóru í göngu á Stífluhringnum svokallaða í Elliðaárdalnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Leið B varð fyrir valinu og var gengið frá Árbæjarlaug meðfram ánni og yfir brúna, svo meðfram ánni, yfir stífluna sjálfa og alla leið til baka. Veðrið var gott og gengið var rösklega í góða veðrinu og virt fyrir sér hina undurfallegu náttúru Elliðaárdalsins. Einn félagi gerði sér glaðan dag og tók með sér fjarstýrðan trukk til að keyra á göngunni og tók upp myndband í leiðinni fyrir Youtube rásina sína, Leirameira RC. Hér má sjá myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=t1ZaAsK8rpE.

Að göngunni lokinni hittust félagarnir í anddyri Árbæjarlaugar og hvíldu sig eftir um klukkutíma göngu.

Nýjustu færslurnar

OPNUN – Hjartslættir

Opnun samsýningarinnar HJARTSLÆTTIR á Borgarbókasafninu Gerðubergi. Hjörtu eru rauði þráðurinn í þessari sýningu. Hjartans mál eru stóru málin en líka lítil augnablik milli ástvina. Hjörtu

Nýjustu fréttirnar frá Benidorm

Allir eru  búnir að hafa það rosalega gott og sleikja sólina og gera ýmislegt skemmtilegt, en nú fer óðum að styttast í heimkomu.

Ferðafundur 26.09

Loka Ferðafundurinn fyrir félaga í ferðaklúbbi Geysis var haldinn í gær, fimmtudaginn 26. september. Við förum í sólina á Benedorm næsta miðvikudag og komum aftur

Húsfundarstiklur 24.09.24

Benni og Gísli ræða um klúbbinn varðandi matseðilinn, félagslega dagskrá og líka geimverur!Tæknimenn voru Fannar og Svanur. Húsfundarstiklur 24.09.24

Stífluhringurinn

Scroll to Top