Pabbi Mariu kom í heimsókn

Okkar nýi ágæti sjálfboðaliði, Maria sem er frá Slóvakíu tók sér frí í gær og fram yfir mánudag til að fá smá tilfinningu fyrir landinu og náttúruöflunum. Með henni í för eru pabbi hennar og vinur hans sem skelltu sér í ferðalag að Jökulsárlóni og einnig Gullna hringinn. Óskum þeim góðrar ferðar og heimkomu.

Ferðalangarnir nýbúnir að skoða kortið. Frá vinstri Maria, Palo pabbi Mariu og Stanley frændi þeirra.

Nýjustu færslurnar

Álfabrennur

Álfar, tröll, huldufólk og forynjur. Þetta pakk safnast víst saman í kring um brennurnar á Þrettándanum og við ætlum að slást í hópinn.

Jóladagskrá 2024

Jóladagskrá 2024

Klúbburinn Geysir

Mánudagur 23. desember – Skötuveisla: Kl. 12:00 – 16:00 kostar 3.000 kr.

Þriðjudagur 24. desember – Aðfangadagur með Benna: Kl. 10:00 – 12:00

Fimmtudagur 26. desember – Jólakaffi í Geysi: Kl. 14:00 – 15:00

Þriðjudagur 31. desember – Áramótasúpa: Kl. 12:30 kostar 1.200 kr.

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Laufabrauðsgerð

Við ætlum að steikja laufabrauð á morgun 10. nóvember klukkan 13:30.
Allir velkomnir!

Kaffihús 12.12

Fimmtudaginn 12. desember ætlum við að kíkja á kaffihúsið East Gate í Hamraborg með Tótu okkar. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 16.00 Skráningarblað

Scroll to Top