Pabbi Mariu kom í heimsókn

Okkar nýi ágæti sjálfboðaliði, Maria sem er frá Slóvakíu tók sér frí í gær og fram yfir mánudag til að fá smá tilfinningu fyrir landinu og náttúruöflunum. Með henni í för eru pabbi hennar og vinur hans sem skelltu sér í ferðalag að Jökulsárlóni og einnig Gullna hringinn. Óskum þeim góðrar ferðar og heimkomu.

Ferðalangarnir nýbúnir að skoða kortið. Frá vinstri Maria, Palo pabbi Mariu og Stanley frændi þeirra.

Nýjustu færslurnar

Bóndadagurinn 2025

Bóndadagurinn er næstkomandi föstudag 24. janúar og markar hann fyrsta dag í Þorra.

Þorrablót 2025

Þorrablótið verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 18:00. Matur byrjar klukkan 19:00. Skemmtiatriði og fínar veitingar í boði.

IKEA ferð

Við ætlum að skella okkur í ferð til IKEA á fimmtudaginn kemur. Lagt af stað úr Klúbbnum Geysi klukkan 15:30, skráningarblað á annari hæð.

Scroll to Top