Ferðafélagið auglýsir eftir félögum í Ferðaklúbb Geysis. Planið er að fara annað hvort til Dublin, Amsterdam eða Prag. Næsti fundur stjórnar Ferðafélagsins er mánudaginn 25. september kl. 15:00 og þá verður ákveðið hvert verður farið. Skráningareyðublaðið er á töflunni á annarri hæð en einnig er hægt að hringja í Klúbbinn Geysi í síma 5515166. Árgjaldið er 10.000 kr. Ferðasjóðurinn niðurgreiðir farargjöld að einhverju leyti fyrir hvern og einn.

Nýjustu færslurnar

Vottunarfundur

Vottunarfundur vegna alþjóðlegrar vottunar á Klúbbnum Geysi í dag kl. 14:00. Allir félagar beðnir um að mæta fundinn ef þeir geta.

Grandi Mathöll

Við ætlum út að borða á Grandi Mathöll fimmtudaginn 13. Mars.

Veðrun

Ljósmyndasýningin Veðrun var sýnd í Hafnarhúsinu núna á dögunum.

Frönskunámskeið 2

Giulia verður með næsta frönskutíma á þriðjudaginn 4. mars klukkan 14:00 í matsalnum annarri hæð.

Ljósmyndasýning

Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Næstkomandi fimmtudag ætlum við á ljósmyndasýningu í Grófarhúsinu Tryggvargötu 6. hæð með leiðsögn. Mætum klukkan 15:00 á sýninguna.

Opið hús 27.feb

Fimmtudaginn 27.feb verður opið hús.  Endilega mætið á húsfund á morgun og komið með hugmyndir hvað við gætum gert.  Skráningarblað á 2. hæð 

Scroll to Top