Geysisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 10. júní frá 11:00 til 15:00. Þetta er 10 ára afmæli Geysisdagsins og er því hellingur að gerast hjá okkur. Pylsupartý, fatamarkaður, tónlist, skemmtiatriði og svo má ekki gleyma Örþoninu. Gylfi Ægisson verður með tónlistina og Hörður Torfason ræsir Örþonið! Veðrið er gott og við hlökkum til að sjá sem flesta. 🙂
Ársyfirlit Hlaðvarpsins 2025
Helgi D og Fannar B fara yfir árið sem er að líða. Paulina fylgist með og kemur inn í spjallið. Gleðileg jól og gott nýtt ár allir saman!