Geysisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, laugardaginn 10. júní frá 11:00 til 15:00. Þetta er 10 ára afmæli Geysisdagsins og er því hellingur að gerast hjá okkur. Pylsupartý, fatamarkaður, tónlist, skemmtiatriði og svo má ekki gleyma Örþoninu. Gylfi Ægisson verður með tónlistina og Hörður Torfason ræsir Örþonið! Veðrið er gott og við hlökkum til að sjá sem flesta. 🙂
Jólaspjallið 2024 Þáttur 1
Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.