Kristín Friðriksdóttir, félagsráðgjafi hjá Hringsjá, kom í klúbbinn með kynningu á námskeiðum sem í boði eru á þessu ári.

Mörg áhugaverð námskeið í boði eins og tölvunámskeið, fjármál einstaklinga, lesblindunámskeið, sjálfstyrking o.fl. Verð fyrir hvert námskeið er litlar 20.000 krónur. Hver kennslutími er tvær klukkustundir (c.a 40-50  mínútna tími með pásu inn á milli) og hvert námskeið er í fjögur til tíu skipti. Hægt er að fara inn á www.Hringsja.is til að skoða og panta námskeið. 

Einnig er hægt að hringja í síma 5109380.

Nýjustu færslurnar

Árbæjarsafn

Félagsleg dagskrá: Árbæjarsafnið.
Við ætlum að kíkja á Árbæjarsafn næstkomandi fimmtudag 8. maí.

Lokað 1. maí

Lokað á fimmtudaginn 1. maí, alþjóðlega baráttudag verkalýðsins.

Ferðin til Húsafells

Félagar og starfsmenn Klúbbsins Geysis fóru í ferðalag innanlands síðustu helgi, laugardaginn 5. apríl.

Scroll to Top