Kristín Friðriksdóttir, félagsráðgjafi hjá Hringsjá, kom í klúbbinn með kynningu á námskeiðum sem í boði eru á þessu ári.

Mörg áhugaverð námskeið í boði eins og tölvunámskeið, fjármál einstaklinga, lesblindunámskeið, sjálfstyrking o.fl. Verð fyrir hvert námskeið er litlar 20.000 krónur. Hver kennslutími er tvær klukkustundir (c.a 40-50  mínútna tími með pásu inn á milli) og hvert námskeið er í fjögur til tíu skipti. Hægt er að fara inn á www.Hringsja.is til að skoða og panta námskeið. 

Einnig er hægt að hringja í síma 5109380.

Nýjustu færslurnar

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Scroll to Top