Jólaveisla klúbbsins var haldin 5. desember með pompi og prakt. Vildi svo vel til að þetta var einnig afmælisdagur eins félaga okkar og mætti hann með afmælisköku í tilefni dagsins. Fannar Bergsson hélt upp á 45 ára afmælið sitt og fékk afmælissönginn beint í æð sunginn af öllum í salnum með Mörtu Sóley á hljóðnemanum leiðandi sönginn. Að venju var Jólahappdrættið á sínum stað og glæsilegir vinningar dregnir út.
Litli Hver 9. tbl
Litli Hver september 2024