Kynning í Kíwanisklúbbnum Eldey

Klúbbnum Geysi bauðst tækifæri til að kynna starf klúbbsins hjá Kíwansiklúbbnum Eldey miðvikudaginn 18. október síðastliðinn. Það voru Gísli og Benni sem kynntu klúbbinn og tókst ágætlega og góður rómur að ger. Í Eldey eru mikil hressmenni og eldhugar þegar kemur að því að styrkja góð málefni. Rétt að minna á að árið 2001 styrkti Kíwanishreyfingin á Íslandi Klúbbinn Geysi með sölu á K-lyklinum hvurs andvirði rann til kaupa á húsinu í Skipholti 29 þar sem Klúbburinn Geysir er enn til húsa og vinnur öflugt starf í þágu geðsjúkra á Íslandi. Við þökkum fyrir góðar móttökur og veittan beina.


Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Guðlaugur Kristjánsson kjörumdæmisstjóri (Ísland Færeyjar), Gísli Richardson félagi í Geysi, Benedikt Gestsson aðst.framkvstj. Klúbbsins Geysis, Sigurður Örn Arngrímsson forseti og Sigurður Hafliðason ritari

Nýjustu færslurnar

Vikuspjallið

Helgi og Kristjana ræða saman um komandi viðburði í desember, myndir í bíóhúsum landsins o.fl

Félagslegt 16. nóvember 2023

Næstkomandi fimmtudag 16. nóvember eftir klukkan 16:00 verður farið á pílustaðinn skor á Hafnartorgi. Skjár stýrir spilinu. Einfaldari, aðgengilegri og skemmtilegri leikir en hefðbundin píla. VELJIÐ LEIK: Hægt er

Scroll to Top