Klúbbnum Geysi bauðst tækifæri til að kynna starf klúbbsins hjá Kíwansiklúbbnum Eldey miðvikudaginn 18. október síðastliðinn. Það voru Gísli og Benni sem kynntu klúbbinn og tókst ágætlega og góður rómur að ger. Í Eldey eru mikil hressmenni og eldhugar þegar kemur að því að styrkja góð málefni. Rétt að minna á að árið 2001 styrkti Kíwanishreyfingin á Íslandi Klúbbinn Geysi með sölu á K-lyklinum hvurs andvirði rann til kaupa á húsinu í Skipholti 29 þar sem Klúbburinn Geysir er enn til húsa og vinnur öflugt starf í þágu geðsjúkra á Íslandi. Við þökkum fyrir góðar móttökur og veittan beina.


Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Guðlaugur Kristjánsson kjörumdæmisstjóri (Ísland Færeyjar), Gísli Richardson félagi í Geysi, Benedikt Gestsson aðst.framkvstj. Klúbbsins Geysis, Sigurður Örn Arngrímsson forseti og Sigurður Hafliðason ritari

Nýjustu færslurnar

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Laufabrauðsgerð

Við ætlum að steikja laufabrauð á morgun 10. nóvember klukkan 13:30.
Allir velkomnir!

Kaffihús 12.12

Fimmtudaginn 12. desember ætlum við að kíkja á kaffihúsið East Gate í Hamraborg með Tótu okkar. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 16.00 Skráningarblað

Listasýning í desember

Leirlistamaðurinn LeiraMeira (Fannar Bergsson) er með sölusýningu á styttu fígúrum sem hann hefur búið til í gegnum árin.

Afmæliskaffi 26.11

Þriðjudaginn 26 nóv ætlum við að halda uppá afmæli fyrir þá sem áttu afmæli í nóvember.  Allsskonar kræsingar á boðstólnum. Frítt fyrir afmælisbörnin ,annars kostar

Hampiðjan

Skoðunarferð í Hampiðjuna með Abí og Gísla, fyrrverandi starfsmanni Hampiðjunnar.

Kynning í Kíwanisklúbbnum Eldey

Scroll to Top