Leirlistanámskeið 4 Seinni tími

Leirlistanámskeið 4.

!!!FRESTAÐ!!!
Fannar Bergsson leirlistarmaður verður með Seinni Tímann í fjórða námskeiðinu í leirlist 21. febrúar en ekki 14. febrúar.

Verð á mann 5.000 kr. (innifalið 230gr. af Super Sculpey leir, málning, lakk, afnot af verkfærum og penslum)

Þemað á þessu námskeiði verður MANNSHÖNDIN.

Við munum leira hendi í hvaða stellingu sem er(opinn lófi, hnefi, friðarmerki o.s.frv) og mun höndin standa upprétt á úlnliðnum.

Fannar mun að sjálfsögðu hjálpa til við að móta listaverkið með hverjum og einum.

Námskeiðið verður í tvær klukkustundir frá 13:30 til 15:30.

Auka kennslustund viku seinna til að klára verkin(kemst ekki 14. feb. Frestað til 21 febrúar!).

Leir, málning og öll verkfæri verða á staðnum.

Leirlistanámskeið 4.

 fer fram í Atvinnu- og Menntadeildar herberginu á 3. hæð, þriðjudaginn 7. febrúar.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig á skráningarlistann á annarri hæð eða hringi í Klúbbinn Geysi í síma: 551 5166

Nýjustu færslurnar

Ferð til Dublin í haust

Ferðaklúbburinn hefur ákveðið áningarstað í haust. Höfuðborg Írlands, Dublin, varð fyrir valinu
Enn er ekki ákveðið hvenær verður farið nákvæmlega en búist er við því að það verði einhvern tímann í nóvember ef af verður. Allt veltur á því hvort eða hvenær nýjir starfsmenn ná að hefja vinnu sína í Klúbbnum.

Scroll to Top