Leirlistanámskeið 4.

Fannar Bergsson leirlistarmaður verður með fjórða námskeiðið í leirlist 7. febrúar.

Verð á mann 5.000 kr. (innifalið 230gr. af Super Sculpey leir, málning, lakk, afnot af verkfærum og penslum)

Þemað á þessu námskeiði verður MANNSHÖNDIN.

Við munum leira hendi í hvaða stellingu sem er(opinn lófi, hnefi, friðarmerki o.s.frv) og mun höndin standa upprétt á úlnliðnum.

Fannar mun að sjálfsögðu hjálpa til við að móta listaverkið með hverjum og einum.

Námskeiðið verður í tvær klukkustundir frá 13:30 til 15:30.

Auka kennslustund viku seinna til að klára verkin(nánar auglýst í fyrstu kennslustund).

Leir, málning og öll verkfæri verða á staðnum.

Leirlistanámskeið 4.

 fer fram í Atvinnu- og Menntadeildar herberginu á 3. hæð, þriðjudaginn 7. febrúar.

Áhugasamir vinsamlegast skrái sig á skráningarlistann á annarri hæð eða hringi í Klúbbinn Geysi í síma: 551 5166

 

 

Nýjustu færslurnar

Ársyfirlit Hlaðvarpsins 2025

Helgi D og Fannar B fara yfir árið sem er að líða. Paulina fylgist með og kemur inn í spjallið. Gleðileg jól og gott nýtt ár allir saman!

Jólakveðjur 2025

Klúbburinn Geysir óskar öllum félögum og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Takk fyrir það liðna. Við komum aftur stærri og sterkari á næsta ári!

Litli Hver 2026

Fyrsta tölublað Litla Hvers 2026 kemur út eftir áramót 5. janúar.

jólalokun

Lokað verður í Klúbbnum Geysi frá 22 desember-5 janúar. Hlökkum til að njóta með ykkur síðustu dagana sem framundan eru.

Bataskólinn

Bataskóli Íslands verður með kynningu á starfsemi sinni hér í Klúbbnum Geysi á morgun þriðjudaginn 2. desember klukkan 14:00.

Scroll to Top