Félagar fóru í göngu á Stífluhringnum svokallaða í Elliðaárdalnum þann 16. febrúar síðastliðinn. Leið B varð fyrir valinu og var gengið frá Árbæjarlaug meðfram ánni og yfir brúna, svo meðfram ánni, yfir stífluna sjálfa og alla leið til baka. Veðrið var gott og gengið var rösklega í góða veðrinu og virt fyrir sér hina undurfallegu náttúru Elliðaárdalsins. Einn félagi gerði sér glaðan dag og tók með sér fjarstýrðan trukk til að keyra á göngunni og tók upp myndband í leiðinni fyrir Youtube rásina sína, Leirameira RC. Hér má sjá myndbandið https://www.youtube.com/watch?v=t1ZaAsK8rpE.

Að göngunni lokinni hittust félagarnir í anddyri Árbæjarlaugar og hvíldu sig eftir um klukkutíma göngu.

Nýjustu færslurnar

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Kappsmál hópur

Okkur hefur verið boðið að vera áhorfendur í sal fyrir þáttinn Kappsmál á RÚV.

Dósaviku lokið

Dósavikan er liðin og gekk frábærlega vel að safna dósum fyrir Ferðafélagið. Vel af sér vikið allir saman!

Scroll to Top