Í framhaldi af kynningu á Geysi hjá Lionsklúbbnum Víðarri í vor ákvað verkefnanefnd Víðarrs að styrkja starfsemi Geysis um 300.000 kr. Með styrknum er ætlunin að endunýja elstu skrifborð skrifstofudeildar sem eru orðinn nokkuð lúin og hafa verið í notkun í klúbbnum frá 2005. Félagar og starfsfólk þakkar þennan rausnarlega styrk með von um áframhaldandi samstarf og óskum Lionsfélögum alls hins besta í framtíðinni.
Myndin var tekin við afhendingu styrkjarins 4. maí síðastliðinn. Á myndinni eru frá vinstri: Helgi Gunnarsson formaður Víðarrs, Svavar Ottósson frá Víðarri, Gísli Richardsson Geysisfélagi, Óðinn Einisson Geysisfélagi, og Björn Þór frá Víðarri.

Nýjustu færslurnar

Ferðafundur

Ferðafundur Ferðafélags Klúbbsins Geysis verður haldinn í dag klukkan 14:00. Allir ferðafélagar og starfsmenn að mæta á fundinn. Mikilvægar upplýsingar varðandi ferðina!

Afmæliskaffi félaga

 Afmæliskaffi félaga verður haldið þriðjudaginn 30. júlí klukkan 14:00. Allir sem eiga afmæli í júlí fá frítt kaffi og kökur!

Ársskýrsla 2024

Hægt er að lesa Ársskýrslu Klúbbsins Geysis vegna ársins 2023 hér: ÁRSSKÝRSLA 2024

Húsfundarstiklur 22.07.24

Benni og Siggi B ræða saman um daginn og veginn og lesa upp dagskrá og matseðil komandi viku. Húsfundarstiklur 22.07.24

Afmælisfundur 23. júlí

Það verður haldinn afmælisfundur vegna 25 ára afmælis Klúbbsins Geysis næstkomandi þriðjudag, 23. júlí klukkan 14:00. Planið var að halda upp á afmælisdaginn þann 30.

Styrkur frá Víðarri

Scroll to Top