Í framhaldi af kynningu á Geysi hjá Lionsklúbbnum Víðarri í vor ákvað verkefnanefnd Víðarrs að styrkja starfsemi Geysis um 300.000 kr. Með styrknum er ætlunin að endunýja elstu skrifborð skrifstofudeildar sem eru orðinn nokkuð lúin og hafa verið í notkun í klúbbnum frá 2005. Félagar og starfsfólk þakkar þennan rausnarlega styrk með von um áframhaldandi samstarf og óskum Lionsfélögum alls hins besta í framtíðinni.
Myndin var tekin við afhendingu styrkjarins 4. maí síðastliðinn. Á myndinni eru frá vinstri: Helgi Gunnarsson formaður Víðarrs, Svavar Ottósson frá Víðarri, Gísli Richardsson Geysisfélagi, Óðinn Einisson Geysisfélagi, og Björn Þór frá Víðarri.

Nýjustu færslurnar

Sjóminjasafnið 5.september

Fimmtudaginn 5. september ætlum við að skella okkur á Sjóminjasafnið og skoða allt það sem er í boði. Leiðsögn fylgir með.  Lagt verður af stað

Klúbburinn Geysir 25 ára

Klúbburinn Geysir heldur upp á 25 ára afmælið föstudaginn 30. ágúst. Veislan byrjar klukkan 13:00 og stendur til 16:00. Vegna plássleysis stendur afmælið  eingöngu til

Afmæli Félaga

Afmælisveisla félaga verður haldin á þriðjudaginn 27. ágúst klukkan 14:00. Ókeypis kaffi og með því fyrir afmælisbörn!

Styrkur frá Víðarri

Scroll to Top