Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

AFMÆLISKAFFI FÉLAGA 26.08.25

Afmæliskaffi félaga var veisla fyrir bragðlaukana og augnayndi. Hún Polina okkar reyddi fram dýrindis kræsingar handa félögum.

Scroll to Top