Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

jólalokun

Lokað verður í Klúbbnum Geysi frá 22 desember-5 janúar. Hlökkum til að njóta með ykkur síðustu dagana sem framundan eru.

Bataskólinn

Bataskóli Íslands verður með kynningu á starfsemi sinni hér í Klúbbnum Geysi á morgun þriðjudaginn 2. desember klukkan 14:00.

Hreinsunareldur

Útgáfuteiti Steindórs J. Erlingssonar var í versluninni Penninn Eymundsson í Austurstræti síðastliðinn fimmtudag.

Útgáfuteiti í Eymundsson/Austurstræti

Vísindasagnfræðingurinn og rithöfundurinn Steindór J Erlingsson verður með útgáfuteiti á nýjustu bók sinni í Eymundsson/Austurstræti í dag klukkan 17:00. Áætlað er að hittast um klukkan 17:00 og fagna

Jólakötturinn 2025

Kveikt verður á jólakettinum 15. nóvember næstkomandi á milli 17:00 og 17:30 á Lækjartorgi og má segja að það marki upphaf jólastemningar í borginni.

Scroll to Top