25 ára afmælispartí Klúbbsins Geysis

Það var stuð og stemmning á 25 ára afmæli Klúbbsins í ár. Veislan var haldin föstudaginn 30. ágúst frá 13:00 til 16:00.

Hreimur Örn söngvari (Lífið er yndislegt) og Haffi Haff sáu um skemmtiatriðin og héldu uppi stuðinu. Guðrún Hafsteins var einnig kvödd með blómvendi og kærum kveðjum og þökkum fyrir hennar starf í Stjórn Klúbbsins. Svo má ekki gleyma málverkasýningu Ástu Olsen sem vakti mikla lukku og lýsti upp matsalinn með fallegum litum og diskó ljósum!

Nýjustu færslurnar

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Kappsmál hópur

Okkur hefur verið boðið að vera áhorfendur í sal fyrir þáttinn Kappsmál á RÚV.

Dósaviku lokið

Dósavikan er liðin og gekk frábærlega vel að safna dósum fyrir Ferðafélagið. Vel af sér vikið allir saman!

Scroll to Top