Fyrirlsetur um meðvirkni og mannleg samskipti
Ingrid Kuhlman frá Þekkngarmiðlun heimsótti Klúbbinn Geysi í gær og hélt áhugaverðan fyrirlestur um meðvirkni og samkiptahætti fólks undir ólíkum sjónarhornum. Ingrid er klúbbnum að góðu kunn og hefur komið til okkar eins og góður vorboði undanfarin ár eða allt frá því að klúbburinn var stofnaður.
Ingrid benti á fjölmörg dæmi um meðvirkni, en einnig ýmsar leiðir til að glíma við hana. Fyrirlesturinn var vel sóttur bæði af félögum og starfsmönnum og fór fram gott samtal og vilji til þess að greina ástæður og leita lausna.
Við þökkum Ingrid fyrir komuna.