Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag. Innifalið voru skákborð úr tré, skákmenn úr plasti með geymslupoka og glæný stafræn skákklukka. Upphaflega er taflið og klukkan hluti af gjöf sem Skáksamband Íslands gaf Vinaskákfélaginu. Hörður sem er forseti Vinaskákfélagsins mætti með gjafirnar með sér við mikinn fögnuð innanhúss og tók eina prufuskák við Gísla, félaga í Klúbbnum Geysi.

Nýjustu færslurnar

Bóndadagurinn 2025

Bóndadagurinn er næstkomandi föstudag 24. janúar og markar hann fyrsta dag í Þorra.

Þorrablót 2025

Þorrablótið verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 18:00. Matur byrjar klukkan 19:00. Skemmtiatriði og fínar veitingar í boði.

IKEA ferð

Við ætlum að skella okkur í ferð til IKEA á fimmtudaginn kemur. Lagt af stað úr Klúbbnum Geysi klukkan 15:30, skráningarblað á annari hæð.

Scroll to Top