Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag. Innifalið voru skákborð úr tré, skákmenn úr plasti með geymslupoka og glæný stafræn skákklukka. Upphaflega er taflið og klukkan hluti af gjöf sem Skáksamband Íslands gaf Vinaskákfélaginu. Hörður sem er forseti Vinaskákfélagsins mætti með gjafirnar með sér við mikinn fögnuð innanhúss og tók eina prufuskák við Gísla, félaga í Klúbbnum Geysi.

Nýjustu færslurnar

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Scroll to Top