Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn. Í gegnum árin hefur komist fastur bragur á dagskrána og hefur gefist ágætlega. Hefðbundin atriði sem alltaf heilla eru: Örþonið, sem Halla forseti mun ræsa í ár.
Einnig mun Páll Óskar skella í nokkra smelli af sinni alkunnu snilld. Að venju verður grillað auk þess sem kaffiveitingar verða seldar til styrktar klúbbnum.
Flóamarkaður og verðlaunaafhending fyrir þátttöku í Örþoninu. Svo er mögulegt að Geysisbandið taki nokkur lög til að hita upp fyrir daginn.
Síðast en ekki síst verður dagurinn sólríkur eins og undanfarin ár. Við hvetjum alla til að taka daginn frá og mæta. Dagskráin hefst kl. 11.00 og lýkur kl. 15.00. Örþonið verður ræst kl.13.00.

Nýjustu færslurnar

Opnun Hörpu Jónsdóttur

Síðasta fimmtudag fórum við klúbburinn á listasýningu hennar Hörpu Jónsdóttur listakonu á Ingólfsstræti 6 á gallerí Á Milli. Sýningunni líkur á miðvikudaginn og við hvetjum þá sem hafa ekki séð sýninguna til þess að mæta.

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Scroll to Top