Félagar og starfsmenn Klúbbsins Geysis fóru í ferðalag innanlands síðustu helgi, laugardaginn 5. apríl. Ferðinni var heitið í Borgarfjörðinn og endastöðin var í Húsafelli. Við fengum ókeypis ferð með 18 manna rútu þökk sé Eskimo Travel og bílstjórinn, hún Kristín sem var líka leiðsögumaður var alveg frábær í alla staði og gerði mikið fyrir góðan anda og félagsskap í ferðinni. Við heimsóttum Pál Guðmundsson listamann með meiru, Barnafossa og Hraunfossa, Deildartunguhver o.fl.

Nýjustu færslurnar

AFMÆLISKAFFI FÉLAGA 26.08.25

Afmæliskaffi félaga var veisla fyrir bragðlaukana og augnayndi. Hún Polina okkar reyddi fram dýrindis kræsingar handa félögum.

Scroll to Top