Okkur hefur verið boðið að vera áhorfendur í sal fyrir þáttinn Kappsmál á RÚV. Mæting á föstudaginn 30. maí kl. 14:00 í Reykjavík Studios.
Ef við náum 20+ manns í hópinn þá verður okkur greitt fyrir vikið. Kaffi og veitingar á staðnum.
Skráningarlisti á annarri hæð. Skráið ykkur á þennan einstaka viðburð, þetta er mjög skemmtileg upplifun!

Nýjustu færslurnar

Opnun Hörpu Jónsdóttur

Síðasta fimmtudag fórum við klúbburinn á listasýningu hennar Hörpu Jónsdóttur listakonu á Ingólfsstræti 6 á gallerí Á Milli. Sýningunni líkur á miðvikudaginn og við hvetjum þá sem hafa ekki séð sýninguna til þess að mæta.

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Scroll to Top