Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

Árbæjarsafn

Félagsleg dagskrá: Árbæjarsafnið.
Við ætlum að kíkja á Árbæjarsafn næstkomandi fimmtudag 8. maí.

Lokað 1. maí

Lokað á fimmtudaginn 1. maí, alþjóðlega baráttudag verkalýðsins.

Ferðin til Húsafells

Félagar og starfsmenn Klúbbsins Geysis fóru í ferðalag innanlands síðustu helgi, laugardaginn 5. apríl.

Scroll to Top