Félagar í Geysi ætla að styðja við fjölbreytileika samfélagsins og baráttu hinseginfólks gegn fordómum og mismunun með því að marsera í gleðigöngunni sem hefst klukkan 14.00 á laugardaginn, þann 6. ágúst.

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.

Hittumst hjá inngangi Hallgrímskirkju klukkan 13.00.

MÆTUM ÖLL!

Nýjustu færslurnar

IKEA ferð

Við ætlum að skella okkur í ferð til IKEA á fimmtudaginn kemur. Lagt af stað úr Klúbbnum Geysi klukkan 15:30, skráningarblað á annari hæð.

Álfabrennur

Álfar, tröll, huldufólk og forynjur. Þetta pakk safnast víst saman í kring um brennurnar á Þrettándanum og við ætlum að slást í hópinn.

Jóladagskrá 2024

Jóladagskrá 2024

Klúbburinn Geysir

Mánudagur 23. desember – Skötuveisla: Kl. 12:00 – 16:00 kostar 3.000 kr.

Þriðjudagur 24. desember – Aðfangadagur með Benna: Kl. 10:00 – 12:00

Fimmtudagur 26. desember – Jólakaffi í Geysi: Kl. 14:00 – 15:00

Þriðjudagur 31. desember – Áramótasúpa: Kl. 12:30 kostar 1.200 kr.

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Scroll to Top