Иorður og niður er myndlistarsýning sem unnin í samstarfi þriggja listasafna, Portland Museum of Art í Maine-fylki í Bandaríkjunum, Bildmuseet í Umeå í Svíþjóð og Listasafns Reykjavíkur á Íslandi. Þar sýna 30 listamenn ný verk sem takast á við þær breytingar sem eru að verða á samfélagi, náttúru og lífríki á norðurslóðum í upphafi 21. aldarinnar og eru að stórum hluta tilkomnar vegna loftslagsbreytinga. Sýningin ferðast á milli samstarfsaðila frá febrúar 2022 til október 2023. Henni fylgir vegleg sýningarskrá og fræðsludagskrá. Verkefnið nýtur stuðnings fjölmargra aðila, þ.á.m. Loftslagssjóðs.

Nýjustu færslurnar

AFMÆLISKAFFI FÉLAGA 26.08.25

Afmæliskaffi félaga var veisla fyrir bragðlaukana og augnayndi. Hún Polina okkar reyddi fram dýrindis kræsingar handa félögum.

Scroll to Top