Félagar voru hressir í gönguhópnum í kringum Ástjörnina í Hafnarfirði. Lagt var af stað úr Geysi kl. 15:30 og mætt fyrir utan Haukahúsið sem heitir víst DB Schenker Höllin núna. Veðrið var milt og gott. hitinn(ef má kalla) náði heilum tveimur gráðum! Logn og blíða. Eftir hressilega göngu í tæpan klukkutíma fórum við á Súfistann og fengum okkur kaffi og með því.

Nýjustu færslurnar

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Scroll to Top