Ferðafélag klúbbsins er að hyggja á ferð erlendis í haust og þurfa félagar sem vilja fara með að skrá sig í félagið, borga árgjald sem er litlar 10.000 kr. og vera virkt í að safna fyrir sjóð ferðafélagsins. Því meira sem safnast í sjóðinn, því ódýrara verður fyrir okkur að ferðast!

Áhugasamir beðnir um að skrá sig sem fyrst svo hægt sé að panta góða hópferð fyrir okkur í haust.

Nýjustu færslurnar

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Scroll to Top