Litapalleta TÍMANS: FráBær sýning í Borgarsögusafninu/ljósmyndasafninu í Kvosinni

Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

Húsfundarstiklur 13. 05. 2024

Benni og Gísli lesa upp úr síðasta húsfundi, fara yfir félagslegt og matseðil líðandi viku og spjalla um samanburð á uppeldi í dag og hvernig hlutirnir voru í gamla daga!

Kaffihúsaferð

Planið er að fara saman á Kaffi Laugalæk fimmtudaginn 16. maí.

Fyrirlestur um Meðvirki og mannleg samskipti

Fyrirlsetur um meðvirkni og mannleg samskipti
Ingrid Kuhlman frá Þekkngarmiðlun heimsótti Klúbbinn Geysi í gær og hélt áhugaverðan fyrirlestur um meðvirkni og samkiptahætti fólks undir ólíkum sjónarhornum.

Borgarsögusafnið

Við leggjum leið okkar í Borgarsögusafnið á fimmtudaginn 2. maí næstkomandi, á Landnámssýninguna með leiðsögn og í fylgd hennar Sabelu okkar.

Scroll to Top