Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

Ferðin til Húsafells

Félagar og starfsmenn Klúbbsins Geysis fóru í ferðalag innanlands síðustu helgi, laugardaginn 5. apríl.

Halla í Oslo

Halla Forseti og eiginmaður heimsóttu Fontenehuset Sentrum í Oslo nú á dögunum.

Vífilstaðaganga

Félagsleg dagskrá, fimmtudaginn 10.apríl
Vífilstaðaganga!
Leggjum af stað frá Geysi klukkan 15.45.

Ferð í Húsafell

Ferð í Borgarfjörð 5. apríl 2025
Laugardaginn 5. apríl verður farið í dagsferð í Borgarfjörð með Húsafell sem endastöð.

Ásmundarsafn

Við ætlum á Ásmundarsafn á fimmtudaginn 3. apríl klukkan 15:00 með leiðsögn.

Scroll to Top