Bleiki dagurinn föstudaginn 20. október 2023!

 

Á Bleika deginum eru landsmenn hvattir til að vera bleik – fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu. Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Við hvetjum til að senda skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og birta þær á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan

 

Nýjustu færslurnar

Húsfundarstiklur 13. 05. 2024

Benni og Gísli lesa upp úr síðasta húsfundi, fara yfir félagslegt og matseðil líðandi viku og spjalla um samanburð á uppeldi í dag og hvernig hlutirnir voru í gamla daga!

Kaffihúsaferð

Planið er að fara saman á Kaffi Laugalæk fimmtudaginn 16. maí.

Fyrirlestur um Meðvirki og mannleg samskipti

Fyrirlsetur um meðvirkni og mannleg samskipti
Ingrid Kuhlman frá Þekkngarmiðlun heimsótti Klúbbinn Geysi í gær og hélt áhugaverðan fyrirlestur um meðvirkni og samkiptahætti fólks undir ólíkum sjónarhornum.

Borgarsögusafnið

Við leggjum leið okkar í Borgarsögusafnið á fimmtudaginn 2. maí næstkomandi, á Landnámssýninguna með leiðsögn og í fylgd hennar Sabelu okkar.

Scroll to Top