Klúbbnum Geysi bauðst tækifæri til að kynna starf klúbbsins hjá Kíwansiklúbbnum Eldey miðvikudaginn 18. október síðastliðinn. Það voru Gísli og Benni sem kynntu klúbbinn og tókst ágætlega og góður rómur að ger. Í Eldey eru mikil hressmenni og eldhugar þegar kemur að því að styrkja góð málefni. Rétt að minna á að árið 2001 styrkti Kíwanishreyfingin á Íslandi Klúbbinn Geysi með sölu á K-lyklinum hvurs andvirði rann til kaupa á húsinu í Skipholti 29 þar sem Klúbburinn Geysir er enn til húsa og vinnur öflugt starf í þágu geðsjúkra á Íslandi. Við þökkum fyrir góðar móttökur og veittan beina.


Á myndinni að ofan eru frá vinstri: Guðlaugur Kristjánsson kjörumdæmisstjóri (Ísland Færeyjar), Gísli Richardson félagi í Geysi, Benedikt Gestsson aðst.framkvstj. Klúbbsins Geysis, Sigurður Örn Arngrímsson forseti og Sigurður Hafliðason ritari

Nýjustu færslurnar

Kveðjuveisla Maríu

Sjálfboðaliðinn okkar hún María Bordakova ætlar að kveðja okkur á föstudaginn næstkomandi þar sem hennar starfstímabil er fullklárað hjá AUS.

Ganga í Heiðmörk

„Fögur er heiðin!“
Við ætlum að taka stutta gönguferð í Heiðmörk á laugardaginn 19. október.

Keila

Við ætlum í Egilshöll að spila keilu á fimmtudaginn 17. október. Staðurinn opnar klukkan 16:00 og við hittumst þar í móttökunni.

OPNUN – Hjartslættir

Opnun samsýningarinnar HJARTSLÆTTIR á Borgarbókasafninu Gerðubergi. Hjörtu eru rauði þráðurinn í þessari sýningu. Hjartans mál eru stóru málin en líka lítil augnablik milli ástvina. Hjörtu

Kynning í Kíwanisklúbbnum Eldey

Scroll to Top