Það var  flottur hópur Geysisfélaga sem fór á Kjarvalsstaði í gær fimmtudag 7. desember. Það var Sigríður Melrós myndlistarmaður og safnakennari sem tók á móti hópnum. Hún leiddi hópinn um sýningu Heklu Daggar sem stendur yfir í austursal safnsins og einnig um sýninguna í vestursal þar sem sjá má verk eftir nokkra brautryðjendur íslenskrar myndlistar á 20. öld sem ber yfirskriftina Kjarval og 20. öldin. Mjög áhugaverðar sýningar. Sýning Heklu Daggar er ágætt yfirlit vinnu hennar síðust 30 árin eða svo og sýnir svo ekki verður um villst hversu öflug hún er í framvarðarsveit samtímalistar á Íslandi og erlendis. Einng var mjög áhugavert að  sjá hverning sum verk Heklu Daggar ríma við verk frumherjanna þó nálgunin og útfærslur séu ólíkar. Sigríður Melrós var lifandi og öflug í leiðsögninni og þökkum við henni góða nærveru.

Nýjustu færslurnar

Ársyfirlit Hlaðvarpsins 2025

Helgi D og Fannar B fara yfir árið sem er að líða. Paulina fylgist með og kemur inn í spjallið. Gleðileg jól og gott nýtt ár allir saman!

Jólakveðjur 2025

Klúbburinn Geysir óskar öllum félögum og starfsmönnum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Takk fyrir það liðna. Við komum aftur stærri og sterkari á næsta ári!

Litli Hver 2026

Fyrsta tölublað Litla Hvers 2026 kemur út eftir áramót 5. janúar.

jólalokun

Lokað verður í Klúbbnum Geysi frá 22 desember-5 janúar. Hlökkum til að njóta með ykkur síðustu dagana sem framundan eru.

Bataskólinn

Bataskóli Íslands verður með kynningu á starfsemi sinni hér í Klúbbnum Geysi á morgun þriðjudaginn 2. desember klukkan 14:00.

Scroll to Top