Við héldum Litlu Jólin 16. desember í góðum félagsskap.

Hangikjöt, konfekt og kaffi og Jólaskapið var að sjálfsögðu með.’

Hekla Jónsdóttir var með skyggnusýningu á myndlistasýningu sinni á Kjarvalsstöðum við góðar undirtektir.

Dregið var úr jólagetraun Litla Hvers og það var hún Tóta Ósk, framkvæmdastóri sem hlaut vinninginn að þessu sinni, barnabarn Benna, hann Benedikt Ýmir afhenti.

Nýjustu færslurnar

IKEA ferð

Við ætlum að skella okkur í ferð til IKEA á fimmtudaginn kemur. Lagt af stað úr Klúbbnum Geysi klukkan 15:30, skráningarblað á annari hæð.

Álfabrennur

Álfar, tröll, huldufólk og forynjur. Þetta pakk safnast víst saman í kring um brennurnar á Þrettándanum og við ætlum að slást í hópinn.

Jóladagskrá 2024

Jóladagskrá 2024

Klúbburinn Geysir

Mánudagur 23. desember – Skötuveisla: Kl. 12:00 – 16:00 kostar 3.000 kr.

Þriðjudagur 24. desember – Aðfangadagur með Benna: Kl. 10:00 – 12:00

Fimmtudagur 26. desember – Jólakaffi í Geysi: Kl. 14:00 – 15:00

Þriðjudagur 31. desember – Áramótasúpa: Kl. 12:30 kostar 1.200 kr.

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Scroll to Top