Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag. Innifalið voru skákborð úr tré, skákmenn úr plasti með geymslupoka og glæný stafræn skákklukka. Upphaflega er taflið og klukkan hluti af gjöf sem Skáksamband Íslands gaf Vinaskákfélaginu. Hörður sem er forseti Vinaskákfélagsins mætti með gjafirnar með sér við mikinn fögnuð innanhúss og tók eina prufuskák við Gísla, félaga í Klúbbnum Geysi.
Álfabrennur
Álfar, tröll, huldufólk og forynjur. Þetta pakk safnast víst saman í kring um brennurnar á Þrettándanum og við ætlum að slást í hópinn.