Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag. Innifalið voru skákborð úr tré, skákmenn úr plasti með geymslupoka og glæný stafræn skákklukka. Upphaflega er taflið og klukkan hluti af gjöf sem Skáksamband Íslands gaf Vinaskákfélaginu. Hörður sem er forseti Vinaskákfélagsins mætti með gjafirnar með sér við mikinn fögnuð innanhúss og tók eina prufuskák við Gísla, félaga í Klúbbnum Geysi.

Nýjustu færslurnar

Opnun Hörpu Jónsdóttur

Síðasta fimmtudag fórum við klúbburinn á listasýningu hennar Hörpu Jónsdóttur listakonu á Ingólfsstræti 6 á gallerí Á Milli. Sýningunni líkur á miðvikudaginn og við hvetjum þá sem hafa ekki séð sýninguna til þess að mæta.

Eldhúsið fer í frí

Vegna starfsmannaeklu var ákveðið á stjórnarfundi 26. júní að eldhúsi Geysis verði lokað í júlí og ágúst.

Scroll to Top