Klúbbnum barst gjöf frá Vinaskákfélagi Vinjar síðastiðinn föstudag. Innifalið voru skákborð úr tré, skákmenn úr plasti með geymslupoka og glæný stafræn skákklukka. Upphaflega er taflið og klukkan hluti af gjöf sem Skáksamband Íslands gaf Vinaskákfélaginu. Hörður sem er forseti Vinaskákfélagsins mætti með gjafirnar með sér við mikinn fögnuð innanhúss og tók eina prufuskák við Gísla, félaga í Klúbbnum Geysi.

Nýjustu færslurnar

Álfabrennur

Álfar, tröll, huldufólk og forynjur. Þetta pakk safnast víst saman í kring um brennurnar á Þrettándanum og við ætlum að slást í hópinn.

Jóladagskrá 2024

Jóladagskrá 2024

Klúbburinn Geysir

Mánudagur 23. desember – Skötuveisla: Kl. 12:00 – 16:00 kostar 3.000 kr.

Þriðjudagur 24. desember – Aðfangadagur með Benna: Kl. 10:00 – 12:00

Fimmtudagur 26. desember – Jólakaffi í Geysi: Kl. 14:00 – 15:00

Þriðjudagur 31. desember – Áramótasúpa: Kl. 12:30 kostar 1.200 kr.

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Laufabrauðsgerð

Við ætlum að steikja laufabrauð á morgun 10. nóvember klukkan 13:30.
Allir velkomnir!

Kaffihús 12.12

Fimmtudaginn 12. desember ætlum við að kíkja á kaffihúsið East Gate í Hamraborg með Tótu okkar. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 16.00 Skráningarblað

Scroll to Top