
Félagar og starfsmenn Klúbbsins Geysis fóru í ferðalag innanlands síðustu helgi, laugardaginn 5. apríl. Ferðinni var heitið í Borgarfjörðinn og endastöðin var í Húsafelli. Við fengum ókeypis ferð með 18 manna rútu þökk sé Eskimo Travel og bílstjórinn, hún Kristín sem var líka leiðsögumaður var alveg frábær í alla staði og gerði mikið fyrir góðan anda og félagsskap í ferðinni. Við heimsóttum Pál Guðmundsson listamann með meiru, Barnafossa og Hraunfossa, Deildartunguhver o.fl.







