Klúbburinn Geysir

Virðing – Víðsýni – Vinátta

Félagsaðild

Fólk gengur í klúbbinn af frjálsum vilja og félagsaðild er ekki háð neinum tímamörkum.

Klúbburinn annast skráningu nýrra félaga. Félagsaðild er opin öllum sem eiga að baki eða eiga við geðsjúkdóm að stríða.

Félagar ráða hvernig þeir nýta sér starfsemi klúbbsins og með hvaða starfsfólki þeir vinna. Það er ekkert samkomulag, áætlanir eða reglur sem knýja fram þátttöku félaga.

Allir félagar hafa jafnan aðgang að starfsemi klúbbsins án tillits til sjúkdómsgreiningar eða starfshæfni.

Félögum er heimilt að taka þátt í allri skýrslugerð varðandi þátttöku þeirra í klúbbnum. Allar slíkar skýrslur eiga að vera undirritaðar af félaga og starfsmanni.

Félagar eiga rétt á að koma aftur í klúbbinn eftir fjarveru, óháð því hve lengi þeir hafa verið frá.

Scroll to Top