Klúbburinn Geysir
Virðing – Víðsýni – Vinátta
Staðlar klúbbsins
Alþjóðlegir staðlar Klúbbhúsahreyfingarinnar
Alþjóðlegu staðlarnir eru samþykktir samhljóða um allan heim af klúbbhúsahreyfingunni. Í þeim eru endurhæfingarmarkmið hennar skilgreind.
Grundvallarmarkmið staðlanna er að vera miðpunktur að árangursríku starfi hreyfingarinnar: Að hjálpa fólki sem á við geðræn veikindi að stríða til að þurfa ekki að dvelja á stofnunum á meðan það er að ná markmiðum sem varða félagslíf, fjárhag og atvinnu. Í stöðlunum er einnig getið um réttindi og skyldur félaga, starfsfólks og stjórnarmanna og þess krafist að klúbbhúsið sé staður virðingar og tækifæra.
Staðlarnir eru sá grunnur sem Clubhouse International byggir úttektir sínar á þegar gæði klúbbhúsa eru metin.
Annað hvert ár eru staðlarnir endurskoðaðir, þeim breytt og þeir uppfærðir ef þurfa þykir í ljósi nýrra hugmynda sem bætt geta starfið. Endurskoðunin er samræmd af endurskoðunarnefnd CI sem er skipuð félögum og starfsfólki vottaðra klúbbhúsa um allan heim. Öll vottuð klúbbhús hafa rétt til að senda inn tillögur vegna breytinga á stöðlunum.