Félagar voru hressir í gönguhópnum í kringum Ástjörnina í Hafnarfirði. Lagt var af stað úr Geysi kl. 15:30 og mætt fyrir utan Haukahúsið sem heitir víst DB Schenker Höllin núna. Veðrið var milt og gott. hitinn(ef má kalla) náði heilum tveimur gráðum! Logn og blíða. Eftir hressilega göngu í tæpan klukkutíma fórum við á Súfistann og fengum okkur kaffi og með því.
Alþjóðlegi Brauðtertudagurinn
Á morgun er Alþjóðlegi Brauðtertudagurinn og að því tilefni ætlum við að gera íslenska brauðtertu að hætti hússins fyrir Húsfundinn kl. 14:30. Vonumst til að sjá sem flesta!