Næskomandi fimmtudag þann 7. september klukkan 15:00 verður farið á sýninguna Litapalletta tímans/Litmyndir úr safneign Ljósmyndasafnsins Reykjavíkur frá 1950-1970 á Borgarsögusafni Reykjavíkur. Lagt verður að stað frá Geysi klukkan 14:40. Hinn svarthvíti heimur sem sjá má á myndum fram að þeim tíma er sjónhverfing. Lífið var vissulega í lit, klæðnaðurinn litríkur, bílarnir grænbláir, vínrauðir, jafnvel gulir og húsþökin ýmist rauð eða græn – himininn mismunandi blár! Litapaletta tímans er síbreytileg; mótuð af tísku, tækni, minningum og tíðaranda, jafnvel af miðlinum sjálfum.
Litli Hver 9. tbl
Litli Hver september 2024