Það var  flottur hópur Geysisfélaga sem fór á Kjarvalsstaði í gær fimmtudag 7. desember. Það var Sigríður Melrós myndlistarmaður og safnakennari sem tók á móti hópnum. Hún leiddi hópinn um sýningu Heklu Daggar sem stendur yfir í austursal safnsins og einnig um sýninguna í vestursal þar sem sjá má verk eftir nokkra brautryðjendur íslenskrar myndlistar á 20. öld sem ber yfirskriftina Kjarval og 20. öldin. Mjög áhugaverðar sýningar. Sýning Heklu Daggar er ágætt yfirlit vinnu hennar síðust 30 árin eða svo og sýnir svo ekki verður um villst hversu öflug hún er í framvarðarsveit samtímalistar á Íslandi og erlendis. Einng var mjög áhugavert að  sjá hverning sum verk Heklu Daggar ríma við verk frumherjanna þó nálgunin og útfærslur séu ólíkar. Sigríður Melrós var lifandi og öflug í leiðsögninni og þökkum við henni góða nærveru.

Heimsókn á Kjarvalsstaði

Nýjustu færslurnar

Sundferð 11. júlí

Sund + kaffihús

Við ætlum að kíkja í
sund, „í kalda pottinn“.
Síðan ætlum við að
fara á kaffihús. Mætum á
Húsfund og ákveðum hvaða
sundlaug verður fyrir valinu.

Góði hirðirinn+kaffihús

Fimmtudaginn 4 júlí ætlum við að kíkja í Góða Hirðirinn ,skoða,gramsa og kaupa,svo ætlum við að kíkja á kaffihús.

Lautarferð í ÖSKJUHLÍÐ

Opið hús í Klúbbnum Geysi, fimmtudaginn 27 júní 2024 kl 15:30 Við ætlum að fara í „lautarferð“ í Öskjuhlíð

Viðeyjarferð

Áætluð ferð í Viðey 6. júlí. Við hittumst á Skarfabakka klukkan 13:00 og förum yfir.
Brottför frá Viðey í land klukkan 17:30 í síðasta lagi.

Húsfundarstiklur 25.06.24

Benni og Krissa lesa upp matseðil vikunnar, ræða um félagslegt í Geysi og margt annað spennandi sem er að gerast í klúbbnum á næstunni!

Húsfundarstiklur

Við viljum minna á hlaðvarpsþættina Húsfundarstiklur sem eru inná Soundcloud og má líka nálgast á heimasíðu klúbbsins og á Facebook.

Scroll to Top