Það var  flottur hópur Geysisfélaga sem fór á Kjarvalsstaði í gær fimmtudag 7. desember. Það var Sigríður Melrós myndlistarmaður og safnakennari sem tók á móti hópnum. Hún leiddi hópinn um sýningu Heklu Daggar sem stendur yfir í austursal safnsins og einnig um sýninguna í vestursal þar sem sjá má verk eftir nokkra brautryðjendur íslenskrar myndlistar á 20. öld sem ber yfirskriftina Kjarval og 20. öldin. Mjög áhugaverðar sýningar. Sýning Heklu Daggar er ágætt yfirlit vinnu hennar síðust 30 árin eða svo og sýnir svo ekki verður um villst hversu öflug hún er í framvarðarsveit samtímalistar á Íslandi og erlendis. Einng var mjög áhugavert að  sjá hverning sum verk Heklu Daggar ríma við verk frumherjanna þó nálgunin og útfærslur séu ólíkar. Sigríður Melrós var lifandi og öflug í leiðsögninni og þökkum við henni góða nærveru.

Nýjustu færslurnar

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Kappsmál hópur

Okkur hefur verið boðið að vera áhorfendur í sal fyrir þáttinn Kappsmál á RÚV.

Dósaviku lokið

Dósavikan er liðin og gekk frábærlega vel að safna dósum fyrir Ferðafélagið. Vel af sér vikið allir saman!

Scroll to Top