Það var  flottur hópur Geysisfélaga sem fór á Kjarvalsstaði í gær fimmtudag 7. desember. Það var Sigríður Melrós myndlistarmaður og safnakennari sem tók á móti hópnum. Hún leiddi hópinn um sýningu Heklu Daggar sem stendur yfir í austursal safnsins og einnig um sýninguna í vestursal þar sem sjá má verk eftir nokkra brautryðjendur íslenskrar myndlistar á 20. öld sem ber yfirskriftina Kjarval og 20. öldin. Mjög áhugaverðar sýningar. Sýning Heklu Daggar er ágætt yfirlit vinnu hennar síðust 30 árin eða svo og sýnir svo ekki verður um villst hversu öflug hún er í framvarðarsveit samtímalistar á Íslandi og erlendis. Einng var mjög áhugavert að  sjá hverning sum verk Heklu Daggar ríma við verk frumherjanna þó nálgunin og útfærslur séu ólíkar. Sigríður Melrós var lifandi og öflug í leiðsögninni og þökkum við henni góða nærveru.

Nýjustu færslurnar

Jólaspjallið 2024 Þáttur 1

Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.

Laufabrauðsgerð

Við ætlum að steikja laufabrauð á morgun 10. nóvember klukkan 13:30.
Allir velkomnir!

Kaffihús 12.12

Fimmtudaginn 12. desember ætlum við að kíkja á kaffihúsið East Gate í Hamraborg með Tótu okkar. Lagt verður af stað frá Geysi klukkan 16.00 Skráningarblað

Listasýning í desember

Leirlistamaðurinn LeiraMeira (Fannar Bergsson) er með sölusýningu á styttu fígúrum sem hann hefur búið til í gegnum árin.

Afmæliskaffi 26.11

Þriðjudaginn 26 nóv ætlum við að halda uppá afmæli fyrir þá sem áttu afmæli í nóvember.  Allsskonar kræsingar á boðstólnum. Frítt fyrir afmælisbörnin ,annars kostar

Hampiðjan

Skoðunarferð í Hampiðjuna með Abí og Gísla, fyrrverandi starfsmanni Hampiðjunnar.

Heimsókn á Kjarvalsstaði

Scroll to Top