Eyþór Eðvaldsson frá Þekkingarmiðlun ehf. ætlar að bjóða upp á áhugaverðan fyrirlestur í Klúbbnum Geysi  þriðjudaginn 14. mars kl. 14.00. Eins og félagar þekkja hefur Eyþór og Ingrid kona hans oft komið áður í klúbbinn með áhugavert efni  sem tengist mannlegum samskiptum og hvernig við getum lært að þekkja ýmis mein sem á okkur sækja og vinna úr þeim. Hvetjum alla til að mæta og hlusta á frábæran fyrirlesara með áhugavert efni. Allir að mæta.
Á myndinni hér fyrir neðan er Ingrid Kuhlman í Geysi með fyrilestur í október árið 2018

Nýjustu færslurnar

Bóndadagurinn 2025

Bóndadagurinn er næstkomandi föstudag 24. janúar og markar hann fyrsta dag í Þorra.

Þorrablót 2025

Þorrablótið verður haldið fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 18:00. Matur byrjar klukkan 19:00. Skemmtiatriði og fínar veitingar í boði.

IKEA ferð

Við ætlum að skella okkur í ferð til IKEA á fimmtudaginn kemur. Lagt af stað úr Klúbbnum Geysi klukkan 15:30, skráningarblað á annari hæð.

Scroll to Top