Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

Helgi Jean eldar

Gestakokkur heilsuvikunnar núna í dag er Helgi Jean og ætlar hann að elda fyrir okkur hamborgara af sinni alkunnu snilld.

Geysisdagurinn 2025

Geysisdagurinn verður haldinn hátíðarlegur laugardaginn 14. júní næstkomandi í tólfta sinn.

Kappsmál hópur

Okkur hefur verið boðið að vera áhorfendur í sal fyrir þáttinn Kappsmál á RÚV.

Dósaviku lokið

Dósavikan er liðin og gekk frábærlega vel að safna dósum fyrir Ferðafélagið. Vel af sér vikið allir saman!

Scroll to Top