Frábær sýning og leiðsögn um Litapallettu tímans í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Félagar úr Klúbbnum Geysi fóru á sýninguna Litapallettu tímans sem nú stendur yfir í safninu. Undir leiðsögn Hlínar Gylfadóttur safnakennara gengum við inn í pallettuna og nutum stemningarinnar. Sýningin samanstendur af litljósmyndum í eigu safnsins frá 1950 til 1970 eða frá þeim tíma sem litljósmyndun hélt innreið sína á Íslandi. Myndirnar eru eins og áður sagði úr safnkostinumog eftir fjölbreittann hóp íslenskra og erlendra ljósmyndara. En í einu orði sagt er sýningin frábær myndefnið fjölbreytt og ef fólk vill komast í snertingu við nostalgíu og foríðina á góðum degi þá er þessi sýning kjörin til þess. Fjölbreytt mannlíf, tímaflakk, einstaklingssögur og allt þar á milli má finna í þessum myndum Takk fyrir okkur og skemmtilega leiðsögn.

Nýjustu færslurnar

Ferðafundur

Ferðafundur Ferðafélags Klúbbsins Geysis verður haldinn í dag klukkan 14:00. Allir ferðafélagar og starfsmenn að mæta á fundinn. Mikilvægar upplýsingar varðandi ferðina!

Afmæliskaffi félaga

 Afmæliskaffi félaga verður haldið þriðjudaginn 30. júlí klukkan 14:00. Allir sem eiga afmæli í júlí fá frítt kaffi og kökur!

Ársskýrsla 2024

Hægt er að lesa Ársskýrslu Klúbbsins Geysis vegna ársins 2023 hér: ÁRSSKÝRSLA 2024

Húsfundarstiklur 22.07.24

Benni og Siggi B ræða saman um daginn og veginn og lesa upp dagskrá og matseðil komandi viku. Húsfundarstiklur 22.07.24

Afmælisfundur 23. júlí

Það verður haldinn afmælisfundur vegna 25 ára afmælis Klúbbsins Geysis næstkomandi þriðjudag, 23. júlí klukkan 14:00. Planið var að halda upp á afmælisdaginn þann 30.

Litapalleta TÍMANS: FráBær sýning í Borgarsögusafninu/ljósmyndasafninu í Kvosinni

Scroll to Top