Á morgun fimmtudag verður farið á sýninguna D-vítamín sem er aukaskammtur orku úr myndlistarlífi samtímans hér á landi í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný verk þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur. Lagt verður að stað frá Klúbbnum klukkan 14:40. Hvort sem þið eruð listunnendur eða ekki gæti það komið ykkur skemmtilega á óvart. Skráningarblað fyrir áhugasama er á annari hæð.
Alþjóðlegi Brauðtertudagurinn
Á morgun er Alþjóðlegi Brauðtertudagurinn og að því tilefni ætlum við að gera íslenska brauðtertu að hætti hússins fyrir Húsfundinn kl. 14:30. Vonumst til að sjá sem flesta!