Farið var í félagslega dagskrá 1. febrúar síðastliðinn á sýninguna Mentor sem sýna verk myndhöggvaranna Ásmundar Sveinssonar (1893-1982) og Carls Milles (1875-1955) frá Svíþjóð. Sýningin er liður í samstarfi Millesgården og Ásmundarsafns sem eiga það sameiginlegt að vera söfn tileinkuð lífi og starfi listamannanna tveggja. Ásmundur Sveinsson var einn af brautryðjendunum. Hann fór eigin götur og var engum öðrum líkur, hvorki hér á landi né annars staðar.
Jólaspjallið 2024 Þáttur 1
Krissa og Guðmundur Nathan spjalla saman um íslensku jólasveinana og hvernig þeir gefa í skóinn. Fyrstur til byggða kemur hann Stekkjastaur 12. desember.